Íslenskunámskeið í fullum gangi
Nú standa yfir árleg íslenskunámskeið, fyrir erlenda nemendur, á vegum Háskólaseturs Vestfjarða. Að vanda hófust námskeiðin á mánudegi eftir verslunarmannahelgina. Tæplega eitt hundrað nemendur taka þátt í námskeiðunum að þessu sinni en alls eru í boði sjö námskeið á tímabilinu frá fjórða til tuttugasta og annars ágúst.
Líkt og undanfarin ár fara fram tvö þriggja vikna námskeið fyrir byrjendur á Núpi í Dýrafirði og á Ísafirði. Nemendur á Núpi eru einkum erlendir skiptinemar sem koma til með að nema við íslenska háskóla næsta vetur. Auk þess er boðið upp á tveggja vikna námskeið fyrir lengra komna á Ísafirði og vikulangt námskeið fyrir byrjendur á Ísafirði. Sú nýbreytni var tekin upp þetta ár að bjóða einnig upp á þrjú vikulöng sérhæfð námskeið um afmarkaða þætti fyrir lengra komna nemendur. Tvö þessara námskeiða fara fram á Suðureyri og var annað þeirra haldið í tengslum við leiklistarhátíðina Act Alone en á því var áhersla lögð á framburð og tjáningu.
Á heildina litið er þónokkur fækkun nemenda frá síðasta ári, sem reyndar var metár. Fækkuninn skýrist einkum af því að ný menntaáætlun Evrópusambandsins, Erasmus+ 2014-2020, fjármagnar ekki lengur námskeiðsgjöld skiptinema. Skiptinemar á Núpi þurfa því að greiða námskeiðsgjald sjálfir sem eðlilega hefur nokkur áhrif á fjölda nemenda.
Hægt er að fylgjast með íslenskunámskeiðunum á Facebook síðu námskeiðanna, þar má m.a. sjá myndir og myndbönd frá kennslustundum.
Líkt og undanfarin ár fara fram tvö þriggja vikna námskeið fyrir byrjendur á Núpi í Dýrafirði og á Ísafirði. Nemendur á Núpi eru einkum erlendir skiptinemar sem koma til með að nema við íslenska háskóla næsta vetur. Auk þess er boðið upp á tveggja vikna námskeið fyrir lengra komna á Ísafirði og vikulangt námskeið fyrir byrjendur á Ísafirði. Sú nýbreytni var tekin upp þetta ár að bjóða einnig upp á þrjú vikulöng sérhæfð námskeið um afmarkaða þætti fyrir lengra komna nemendur. Tvö þessara námskeiða fara fram á Suðureyri og var annað þeirra haldið í tengslum við leiklistarhátíðina Act Alone en á því var áhersla lögð á framburð og tjáningu.
Á heildina litið er þónokkur fækkun nemenda frá síðasta ári, sem reyndar var metár. Fækkuninn skýrist einkum af því að ný menntaáætlun Evrópusambandsins, Erasmus+ 2014-2020, fjármagnar ekki lengur námskeiðsgjöld skiptinema. Skiptinemar á Núpi þurfa því að greiða námskeiðsgjald sjálfir sem eðlilega hefur nokkur áhrif á fjölda nemenda.
Hægt er að fylgjast með íslenskunámskeiðunum á Facebook síðu námskeiðanna, þar má m.a. sjá myndir og myndbönd frá kennslustundum.