fimmtudagur 19. janúar 2012

Ísland - allt árið

Vísindaport 20. janúar: Íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir stórum áskorunum sem snúast m.a. að því að fjölga ferðamönnum utan hins hefðbunda sumar-ferðamannatímabils og auka arðsemi greinarinnar. 
Á síðustu mánuðum hefur verið birtur fjöldi lýsandi og greinandi skýrsla um íslenska ferðaþjónustu brotna niður eftir landssvæðum og þau tækifæri sem blasa við innan greinarinnar. Markmiðið með útgáfunni er að skapa almenna umræðu um einstök mál innan ferðaþjónustunnar en jafnframt að útvega hráefni til stefnumótunar fyrir greinina svo og einstaka aðila. Skýrslurnar snúa að eftirfarandi efnisþáttum:
• Tækifæri í heilsársferðaþjónustu. Niðurstöður netkönnunar. Ísland allt árið
• Samkeppnifærni ferðaþjónustunnar á Íslandi
• Greiningarvinna fyrir langtíma stefnumótun. Sérstaða landssvæða, klasar og tölfræði
• Ísland allt árið - landaskýrslur
• Ferðavenjukönnun Ferðamálastofu 2011
• Tourism Satillite Accounts - Hagstofan nóv 2011
Í Vísindaport 20. janúar mun Sigríður Kristjánsdóttir ég fara yfir helstu niðurstöður skýrslanna og draga fram það sem hægt er að greina um Vestfirði sérstaklega. Einnig mun hún vekja athygli á fleiri áhugaverðum skýrslum og upplýsingum sem gagnast geta þeim sem eru starfandi í ferðaþjónustu eða hyggja á starfssemi í ferðaþjónustu.
Sigríður Ó. Kristjánsdóttir starfar sem verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Hefur unnið við eða tengt ferðaþjónustu í meira en 20 ár. Vinnur núna að verkefnum sem tengjast stefnumótun og vöruþróun í ferðaþjónustu.
Vísindaport er haldið í kaffistofu Háskólaseturs og er öllum opið. Það hefst klukkan 12:10 og fer erindið fram á íslensku.

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir
Sigríður Ó. Kristjánsdóttir