Ísfirðingar og Akureyringar þreyta sama námskeiðið í hafrétti

Nemendahóparnir hýsa hvorn annan og hefur formaður nemendafélagsins Ægis, Daniel Metzger, haft yfirumsjón með því að koma fólki fyrir.
[mynd 3 h]Kennari námskeiðsins er Peter Orebech, prófessor í hafrétti við Háskólann í Tromsö í Noregi. Peter hefur talsvert látið til sín taka varðandi málefni sem lúta að þjóðréttarmálum Íslands, til dæmis makrílveiðar og jafnvel Icesave-deiluna. Í yfirstandandi viku námskeiðins munu sjónir beinast að fiskveiðirétti.
Spennandi verður að sjá hvernig fyrirkomulag þetta reynist, enda mikilvægt að hafa opin augu fyrir vænlegu samstarfi um kennslu og námskeiðshald.
Háskólasetur Vestfjarða býður gesti sína frá Akureyri velkomna til Ísafjarðar og vonar að námsdvölin hér verði góð.