Ísafjarðarhöfn í fortíð og framtíð
Gestur Vísindaports þessa vikuna er Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri Ísafjarðarhafnar en hann mun fjalla um starfsemi Hafna Ísafjarðarbæjar í fortíð og framtíð.
Með minnkandi umsvifum í sjávarútvegi síðastliðin ár hefur starfsemi hafnarinnar breyst talsvert, en þessar breytingar hafa getið af sér nýjar áherslur. Síðan árið 1995 hafa komur skemmtiferða skipa til Ísafjarðar aukist jafnt og þétt en þá hófst markviss vinna við markaðssetningu hafnarinnar á þeim vettvangi. Á næsta ári munu 25 skemmtiferðaskip sækja höfnina heim og árið 2009 er búist við enn meiri aukningu.
Vísindaportið er óformlegur umræðutími í hádeginu á föstudögum og fer fram í kaffisal Háskólaseturs.