Iðnvistfræði – nýjar leiðir í sjálfbærri þróun
Í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða föstudaginn 20. febrúar kl. 12.10, mun prófessor Ronald Wennersten frá Konunglega tækniháskólanum í Stokkhólmi fjalla um rannsóknir og kennslu í iðnvistfræði. En hann kennir um þessar mundir námskeið um úrlausn deilumála í auðlindastjórnun í meistaranámi í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Erindið fer fram á ensku.
Iðnvistfræði er frekar nýtt rannsóknasvið þar sem ný viðmið í umhverfisstjórnun eru kynnt til sögunnar. Í Iðnvistfræði er horfið frá því sjónarmiði að líta á athafnir manna sem eitthvað „ónáttúrulegt" sem þarf að einangra frá „náttúrulegum" ferlum í vistkerfum. Í staðinn eru skoðaðar sjálfbærar leiðir til að iðnstarfsemi og umhverfisáhrif hennar geti átt í jákvæðu sambandi við vistkerfi.
Ör tækniþróun síðustu áratuga hefur valdið margvíslegum vandræðum sem þarfnast brýnna úrlausna. Efnahagsþróun heimsins er að mörgu leyti drifin áfram af tækniframförum og því er mikilvægt að rannsaka hvernig tæknin getur betur stuðlað að langtíma sjálfbærni í félagslegu og efnahagslegu tilliti. Þróun nútímasamfélaga byggist meira eða minna á því að steinefni og jarðefnaeldsneyti er unnið úr jarðskorpunni í formi olíu, gass og kola sem aftur verða að úrgangi á landi, í vatni og lofti.
Til að snúa þróuninni til betri vegar þurfum við nýja tegund þekkingar til að leysa þau vandamál sem þessi þróun hefur skapað. Sú þekking þarf að byggja á heildrænum ramma þar sem eldri fræði eru nýtt til hins ýtrasta á þverfaglegan hátt. Iðnvistfræði er dæmi um slíkan þverfaglegan ramma sem gengur út á að finna sjálfbærar lausnir fyrir samfélög. Í iðnvistfræði er reynt að skilja hvernig iðnkerfi virka, hvernig lög og reglur gilda um þau og samspil slíkra kerfa við samfélagið og lífheiminn í því augnamiði að gera kerfin sjálfbærari. Lögð er áhersla á að nýta alla nýja þekkingu sem skapast hefur á sviðum á borð við orku- og umhverfistækni og borgarskipulagsfræði. Þannig er þekkingu víðsvegar að púslað saman með það að markmiði að gera Jörðina sjálfbærari.
Dæmi um rannsóknarverkefni sem unnin hafa verið við Iðnvistfræðideildina í Konunglega tækniháskólanum í Stokkhólmi er íbúðahverfi í Stokkhólmi þar sem iðnvistfræðilegt módel var þróað og er nú í matsferli. Þetta módel er grunnur að hönnun sjálfbærra bæjarhluta þar sem orka, efni og vatn eru nýtt á sjálfbæran hátt. Módelið verður notað sem grunnur að þróun nýrra sjálfbærra borgarhluta í Stokkhólmi og getur þannig stuðlað að heildrænna borgarskipulagi.
Vísindaport Háskólaseturs Vestfjarða er óformlegur umræðutími í hádeginu á föstudögum. Þar er fjallað í stuttu máli, 20-30 mínútur, um yfirstandandi rannsóknir eða rannsóknir sem er lokið og svo er orðið gefið laust. Vísindaportið hefst kl 12.10 og fer fram í kaffisal Háskólaseturs Vestfjarða. Allir eru velkomnir.
Iðnvistfræði er frekar nýtt rannsóknasvið þar sem ný viðmið í umhverfisstjórnun eru kynnt til sögunnar. Í Iðnvistfræði er horfið frá því sjónarmiði að líta á athafnir manna sem eitthvað „ónáttúrulegt" sem þarf að einangra frá „náttúrulegum" ferlum í vistkerfum. Í staðinn eru skoðaðar sjálfbærar leiðir til að iðnstarfsemi og umhverfisáhrif hennar geti átt í jákvæðu sambandi við vistkerfi.
Ör tækniþróun síðustu áratuga hefur valdið margvíslegum vandræðum sem þarfnast brýnna úrlausna. Efnahagsþróun heimsins er að mörgu leyti drifin áfram af tækniframförum og því er mikilvægt að rannsaka hvernig tæknin getur betur stuðlað að langtíma sjálfbærni í félagslegu og efnahagslegu tilliti. Þróun nútímasamfélaga byggist meira eða minna á því að steinefni og jarðefnaeldsneyti er unnið úr jarðskorpunni í formi olíu, gass og kola sem aftur verða að úrgangi á landi, í vatni og lofti.
Til að snúa þróuninni til betri vegar þurfum við nýja tegund þekkingar til að leysa þau vandamál sem þessi þróun hefur skapað. Sú þekking þarf að byggja á heildrænum ramma þar sem eldri fræði eru nýtt til hins ýtrasta á þverfaglegan hátt. Iðnvistfræði er dæmi um slíkan þverfaglegan ramma sem gengur út á að finna sjálfbærar lausnir fyrir samfélög. Í iðnvistfræði er reynt að skilja hvernig iðnkerfi virka, hvernig lög og reglur gilda um þau og samspil slíkra kerfa við samfélagið og lífheiminn í því augnamiði að gera kerfin sjálfbærari. Lögð er áhersla á að nýta alla nýja þekkingu sem skapast hefur á sviðum á borð við orku- og umhverfistækni og borgarskipulagsfræði. Þannig er þekkingu víðsvegar að púslað saman með það að markmiði að gera Jörðina sjálfbærari.
Dæmi um rannsóknarverkefni sem unnin hafa verið við Iðnvistfræðideildina í Konunglega tækniháskólanum í Stokkhólmi er íbúðahverfi í Stokkhólmi þar sem iðnvistfræðilegt módel var þróað og er nú í matsferli. Þetta módel er grunnur að hönnun sjálfbærra bæjarhluta þar sem orka, efni og vatn eru nýtt á sjálfbæran hátt. Módelið verður notað sem grunnur að þróun nýrra sjálfbærra borgarhluta í Stokkhólmi og getur þannig stuðlað að heildrænna borgarskipulagi.
Vísindaport Háskólaseturs Vestfjarða er óformlegur umræðutími í hádeginu á föstudögum. Þar er fjallað í stuttu máli, 20-30 mínútur, um yfirstandandi rannsóknir eða rannsóknir sem er lokið og svo er orðið gefið laust. Vísindaportið hefst kl 12.10 og fer fram í kaffisal Háskólaseturs Vestfjarða. Allir eru velkomnir.