fimmtudagur 12. ágúst 2010

Íbúafjöldinn á Þingeyri þrefaldaðist á miðvikudaginn

Götur þorpsins fylltust þegar 100 manna hópur nemenda á íslenskunámskeiði Háskólaseturs Vestfjarða komu í heimsókn í gær.


Heimsóknin hófst á skoðunarferð um víkingaþorpið og fiskvinnsluna í fylgd með heimamanninum  Þórhalli Arasyni, sem starfar sem ráðgjafi í fiskiðnaði og er meðlimur Víkingafélagsins á Vestfjörðum. „Foreldrar mínir eru frá Þingeyri, en þegar ég kom hingað fyrst í tengslum við vinnuna mína hefði ég ekki trúað því að ég ætti eftir að búa hér.  En svo varð ég ástfanginn af bænum og fólkinu hér og ákvað að flytja hingað. Þannig að ef ykkur langar að vera áfram, talið þá við mig!" bauð hann nemendunum. Götur þorpsins fylltust þegar 100 manna hópur nemenda á íslenskunámskeiði Háskólaseturs Vestfjarða komu í heimsókn í gær.

 

Eftir að hafa fengið sér ljúffengar belgískur vöfflur á Kaffihúsinu Simbahöllin, farið í skemmtigöngu um götur Þingeyrar og siglt á víkingaskipi Valdimars Elíassonar íhuguðu sumir nemendanna þetta í alvöru. „Ég myndi alveg vilja vera hér í lengra tíma, kannski vinna hér eitt sumar", sagði Anna-Maria Wolke frá Þýskalandi, sem ætlar að fara í tónlistarnám við Listaháskóla Íslands í vetur.

En fyrst verða hún og hinir nemendur að klára íslenskunámskeiðið. Það eru rúmlega 10 dagar eftir og eru þeir fullir af tungumálakennslu, valnámskeiðum og  ferðalögum um svæðið.


Siglt á víkingaskipi
Siglt á víkingaskipi