fimmtudagur 13. febrúar 2014

Hversu mengaður er maturinn þinn?

Í Vísindaporti vikunnar, föstudaginn 14. febrúar, mun Dr. Pernilla Carlsson, kennari í námsleiðinni Haf- og strandsvæðastjórnun flytja erindi sem hún kallar, ,,Hversu mengaður er maturinn þinn?“.

Í mikið af matvælum okkar er að finna lífræna mengunarvalda (POPs). Sömu matvæli geta svo á sama tíma innihaldið mikið af nauðsynlegum steinefnum og vítamínum, þannig að við þurfum að finna jafnvægi í matarræði okkar. Þökk sé strangari reglugerðum hefur dregið úr styrk lífrænna mengurnarvalda (POPs) en er styrkur POPs í sumum fæðutegundum enn áhyggjuefni.

Pernilla hefur undanfarin 5 ár unnið að rannsóknum á Svalbarða og skrifaði meðal annars doktorsritgerð sína frá Háskólasetrinu á Svalbarða, Selective uptake processes of environmental pollutants induced by climate changes.

Að þessu sinni er Vísindaportið á ensku, en glærurnar sem fylgja erindinu eru á norsku. Vísindaportið hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs og er öllum opið.