föstudagur 20. mars 2009

Hvernig getur þú metið og bætt stjórnunarhætti í þinni stofnun/sveitarfélagi?

Vilt þú hefja stjórnunarmat í þinni stofnun, deild eða sveitarfélagi?

Hér er eitt þeirra tækja sem nýst getur:

 

Hvernig getur þú metið og bætt stjórnunarhætti í þinni stofnun-ráðuneyti, þínu sveitarfélagi?

 

Námskeið um Handbók um framkvæmd eigin stjórnunarmats hjá opinberum stofnunum ríkis og sveitarfélaga

Verður í boði í fjarfundi í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði.

 

Ætlað stjórnendum, bæði æðstu stjórnendum, millistjórnendum svo og starfsmannastjórum opinberra stofnana ríkis og sveitarfélaga.

 

Tími, verð og skráning: Fimmtudag 26. mars nk. 13.00- 16.00. Verð kr. 14.500.-. Fá þátttakendur Handbókina og spurningalista bæði rafrænt og útprentaða.

Skráning í síðasta lagi 24. mars: http://www.stjornsyslustofnun.hi.is/page/stjornunarmat-handbok
Staðsetning: Árnagarður Háskóla Íslands, stofa 310.   Í fjarfundi til Ísafjarðar - staðsetning:  Háskólasetur Vestfjarða
Markviss og vönduð stjórnun getur skipt sköpum fyrir árangur stofnana og líðan starfsfólks. Handbók um stjórnunarmat, sem Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála gaf út í samstarfi við fjármálaráðuneytið, hefur verið uppfærð með hliðsjón af spurningum rannsóknar á stjórnun og starfsumhverfi ríkisstofnana sem framkvæmd var árin 2006-2007. Gefst nú í þriðja skipti kostur á námskeiði um notkun hennar með stjórnanda og rannsóknarinnar Ómari H. Kristmundssyni dósent og samstarfsaðila hans hjá Parx viðskiptaráðgjöf IBM, Arndísi Ósk Jónsdóttur forstöðumanni mannauðsráðjafar ParX (sjá nánar um þau hér neðst). Auk þess mun gestafyrirlesari, Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri hjá Akranesbæ segja frá því hvernig hún nýtir Handbókina við stjórnunarmat hjá öllum skólum bæjarins, bæði ávinninga og hindranir. Ennfremur greina stuttlega frá reynslu sinni af forritum við rafræna fyrirlögn spurningalistanna.
Í rannsókninni sem að stóðu fjármálaráðuneytið, Stofnun stjórnsýslufræða og Parx tóku þátt 16.000 starfsmenn í 144 ráðuneytum og stofnunum. Spurningar sem notaðar voru eiga hins vegar ekkert síður við um stjórnun sveitarfélaga. Í Handbókinni eru sömu mælikvarðar sem mæla stjórnun og stjórnunaraðferðir og í áðurnefndri rannsókn, auk leiðbeininga um fyrirlögn og úrvinnslu.

 

Stjórnunarmat samkvæmt Handbókinni getur verið tæki til að:
• setja stjórnunarhætti á dagskrá í viðkomandi stofnun,
• móta um þá stefnu og gildismat, þ.e. stjórnunarstefnu
• skapa sameiginlegan skilning og vitund innan stofnunar um það hvað séu góðir stjórnunarhættir,
• kanna viðhorf starfsmanna til lykilþátta stjórnunar innan viðkomandi stofnunar og bera niðurstöður saman við niðurstöður úr ofangreindri rannsókn
• og loks veita stjórnendum tækifæri á að finna leiðir til að bæta stjórnunarhætti og samstarf innan stofnunar sé úrbóta þörf.

 

Á þessu námskeiði verður farið yfir það gagn sem slíkt mat getur gert, hvernig standa megi að framkvæmd þess og eftirfylgni, en um leið þann vanda sem varast ber. Þátttakendur fá í hendur uppfærða handbók, "Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum - grundvöllur umræðu og þróunar". Í henni eru vel útfærðar leiðbeiningar um undirbúning, framkvæmd (þ.á m. spurningalistarnir frá stóru könnuninni) og eftirfylgni stjórnendamats. Með aðstoð handbókarinnar geta stjórnendur eða starfsmannastjórar framkvæmt mat innan eigin stofnunar.
Auk íslensku rannsóknarinnar um stjórnun og starfsumhverfi árin 2006-07, byggist handbókin á sams konar leiðbeiningum, sem starfsmannaskrifstofa danska fjármálaráðuneytisins hefur þróað og eru notaðar af fjölda þarlendra stofnana en allt frá árinu 1990 hefur stjórnunarmat verið framkvæmt í dönskum ríkisstofnunum.

 

Kennarar, auk gestafyrirlesara, á námskeiðinu:
Dr. Ómar H. Kristmundsson dósent í stjórnsýslufræðum v. H.Í. hann lauk dr. prófi frá University of Conneticut og fjallaði ritgerð hans um mat á nýjum stjórnunarháttum íslenska ríkisins. Ómar stýrði ofangreindri rannsókn árið 2006 -07 og sams konar rannsókn árið 1998. Auk kennslu hefur Ómar fjölþætta reynslu af stjórnun hjá hinu opinbera, auk starfa fyrir sjálfboðasamtök.
Arndís Ósk Jónsdóttir MSc. veitir mannauðsráðgjöf ParX forstöðu og hóf störf í maí 2006. Hún lauk BA prófi í sálfræði frá Macalester College í Bandaríkjunum 1997 og MSc. í vinnusálfræði frá UMIST í Bretlandi 1999. Hún hefur sérhæft sig markþjálfun (executive coaching) stjórnenda og teyma ásamt því að sjá um ýmsar mælingar á sviði mannauðs- og breytingarstjórnunar. Undanfarin níu ár hefur Arndís starfað sem ráðgjafi, aðallega fyrir bresk fyrirtæki og stofnanir sem og alþjóðleg fyrirtæki. Hún er meðlimur í breska sálfræðingafélaginu og er stofnfélagi í Special Group in Coaching Psychology innan breska sálfræðingafélagsins. Arndís hefur kennt stjórnun og vinnusálfræði í háskólum á Íslandi og ásamt því að hafa sinnt kennslu í UMIST og Manchester Business School í Bretlandi.