Hverjir veljast í starf framkvæmdastjóra sveitarfélaga?
Í Vísindaporti vikunnar, föstudaginn 16. mars, mun Kristín Ósk Jónasdóttir fjalla um meistaraprófsritgerð sína sem hún skrifaði við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands árið 2011.
Í ritgerðinni voru teknar saman upplýsingar um bakgrunn þeirra sem hafa starfað sem framkvæmdastjórar sveitarfélaga undanfarin 25 ár eða á tímabilinu 1986 - 2010. Litið var til þátta sem snerta starfstíma, pólitíska þátttöku samhliða starfinu, kyns, menntunar og búsetu.
Skoðað var sérstaklega hvort að munur væri á fyrrtöldum þáttum þegar litið var til stærðar sveitarfélaga og eins hvort að munur væri á milli kynjanna.
Kristín Ósk Jónasdóttir lauk B.ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 1997, Diploma gráðu í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2004 og MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands árið 2011.
Vísindaportið hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs.
Í ritgerðinni voru teknar saman upplýsingar um bakgrunn þeirra sem hafa starfað sem framkvæmdastjórar sveitarfélaga undanfarin 25 ár eða á tímabilinu 1986 - 2010. Litið var til þátta sem snerta starfstíma, pólitíska þátttöku samhliða starfinu, kyns, menntunar og búsetu.
Skoðað var sérstaklega hvort að munur væri á fyrrtöldum þáttum þegar litið var til stærðar sveitarfélaga og eins hvort að munur væri á milli kynjanna.
Kristín Ósk Jónasdóttir lauk B.ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 1997, Diploma gráðu í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2004 og MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands árið 2011.
Vísindaportið hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs.