fimmtudagur 11. febrúar 2010

Hvað gerir brunaverkfræðingur eiginlega?

Í Vísindaporti föstudaginn 12. ferbrúar mun Anna Málfríður Jónsdóttir flytja erindi undir yfirskriftinni „Hvað gerir brunaverkfræðingur eiginlega?". Sem fyrr fer Vísindaportið fram í kaffisal Háskólaseturs og hefst klukkan 12.10 og er opið öllum.

 

Starfsheitið brunaverkfræðingur er ekki mjög þekkt og vekur oft furðu þegar það er nefnt. Þetta er nokkuð ný grein innan verkfræðinnar sem hefur vaxið hratt og því er eðlilegt að fólk spyrji hvað brunaverkfræðingar geri eiginlega? Í kynningunni verður farið yfir það í hverju starfið felst og hvers konar verkefni það eru sem helst koma inn á borð brunaverkfræðingsins. Það kemur eflaust á óvart hve fjölbreytileg þau geta verið miðað við hve sérhæft starfið er.

 

Anna Málfríður Jónsdóttir og er borin og barnfæddur Ísfirðingur. Hún lauk hönnunardeildarprófi frá Iðnskólanum í Hafnarfirði og svo frumgreinadeildarprófi frá Tækniskóla Íslands. Þaðan lá leiðin í Byggingartæknifræði við sama skóla og útskrifaðist Anna Málfríður ég með BSc. í Byggingartæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík (eftir sameiningu Tækniskólans, síðar Tækniháskólans, og HR) árið 2006. Anna Málfríður vann við brunahönnun hjá VSI-öryggishönnun og ráðgjöf í Kópavogi þar til hún hóf mastersnám við Edinborgarháskóla haustið 2008. Hún útskrifaðist frá Edinborgarháskóla með MSc. í Structural and Fire Safety Engineering eða burðarþols- og brunaöryggisverkfræði í nóvember síðastliðnum.


Anna Málfríður Jónsdóttir, brunaverkfræðingur mun halda erindi um grein sína í Vísindaporti föstudaginn 12. febrúar.
Anna Málfríður Jónsdóttir, brunaverkfræðingur mun halda erindi um grein sína í Vísindaporti föstudaginn 12. febrúar.