fimmtudagur 6. janúar 2011

Hvað eru transfitusýrur?

Töluverð umræða fór fram undir lok síðasta árs um transfitusýrur í matvælum. Í framhaldi af því ákvað Alþingi að setja reglugerð að danskri fyrirmynd um takmörkun þeirra í matvælum.

En hvað eru transfitusýrur og hver eru áhrif þeirra á heilsu manna? Salóme Elín Ingólfsdóttir, matvælafræðingur mun svara þessum spurningum í fyrsta Vísindaporti ársins á föstudaginn kemur. Auk þess að svara ofangreindum spurningum mun Salóme fjalla um reglugerð um hámark transfitusýra í matvælum og um neyslu þeirra á Íslandi miðað við önnur lönd.

Vísindaportið er opið öllum og fer fram í kaffisal Háskólaseturs föstudaginn 7. janúar og hefst klukkan 12.10.

Salóme Elín Ingólfsdóttir er með B.Sc. gráðu í matvælafræði og M.Sc. gráðu í næringarfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfar sjálfstætt sem næringarfræðingur, býður upp á næringarráðgjöf fyrir einstaklinga, kennir á námskeiðum og heldur fyrirlestra svo fátt eitt sé nefnt.

Fyrsta Vísindaport ársins fjallar um transfitusýrur, það hefst kl. 12.10 föstudaginn 7. janúar í kaffisal Háskólaseturs.
Fyrsta Vísindaport ársins fjallar um transfitusýrur, það hefst kl. 12.10 föstudaginn 7. janúar í kaffisal Háskólaseturs.