föstudagur 10. apríl 2015

Húsnæði óskast fyrir nemendur og kennara

Háskólasetur Vestfjarða óskar eftir húsnæði fyrir nemendur í haf- og strandsvæðastjórnun frá og með næsta hausti auk húsnæðis fyrir íslenskukennara í ágúst næstkomandi.

Húsnæði fyrir nemendur
Senn líður að því að nýr hópur meistaranema í haf- og strandsvæðastjórnun hefji nám hjá Háskólasetri Vestfjarða og er nú leitað að hentugu húsnæði fyrir nýnemana, frá og með næsta hausti til u.þ.b. eins árs.

Háskólasetrið býður væntanlegum námsmönnum aðstoð við að finna húsnæði í gegnum þriðja aðila sem kynnir húsnæðið á sérstakri vefsíðu og svarar fyrirspurnum nemenda. Þessi aðili, sem er fyrrum nemendi við Háskólasetrið, sér um milligöngu, þ.e. kynningu á húsnæðinu ásamt tengingu milli eiganda og væntanlegs leigjanda. Leigusamningur er gerður milli leigjenda og húseigenda.

Leitað er að íbúðum með húsgögnum, baði, þvotta- og eldunaraðstöðu eða herbergjum með húsgögnum með aðgang að baði, þvotta- og eldunaraðstöðu. Internettenging er kostur.

Sjá húsnæðismiðlun nemenda á vefsíðu University Centre of the Westfjords Housing.

Húsnæði fyrir íslenskukennara í ágúst
Háskólasetur óskar einnig eftir að taka á leigu húsnæði fyrir kennara á íslenskunámskeiðum í ágúst næstkomandi. Um er að ræða þriggja vikna tímabil frá 3.-22. ágúst 2015. Húsnæðið þarf að vera fullbúið með húsgögnum, baði/sturtu, þvotta- og eldunaraðstöðu og aðgangi að Interneti.

Kostur ef húsnæðið er í göngufæri við Háskólasetrið, hvort sem um ræðir húsnæði fyrir nema eða kennara.

Nánari upplýsingar veitir Ingi Björn Guðnason, verkefnastjóri í síma 450 3042 eða ingi@uw.is.