Hreinsun stranda, viðtal í Vítt og breitt
Sigríður Ólafsdóttir fagstjóri meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun var á dögunum í viðtal í útvarpsþættinum Vítt og breitt á Rás 1. Þar ræddu þau Pétur Halldórsson þáttarstjórnandi um viðfangsefni haf- og strandsvæðastjórnunar og yfirstandandi samstarfsverkefni Háskólaseturs, Veraldarvina, Björgunar ehf og Hótel Núps sem snýr að hreinsun stranda á norðanverðum Vestfjörðum. Hreinsunarverkefnið fól einnig í sér rannsókn sem miðar að því að ástandsgreina svæðin, skoða hve mikið rusl rekur á fjörurnar og hvaðan það kemur.
Hægt er að hlusta á þáttinn á vef Ríkisútvarpsins tvær vikur aftur í tíman. Smellið hér til að hlusta.