miðvikudagur 1. febrúar 2012

Hornstrandir og hvalaskoðun

Í dag, miðvikudaginn 1. febrúar, fara fram tvær kynningar á meistaraprófsritgerðum við Háskólasetur Vestfjarða. Klukkan 14:00 mun Sara Martin kynna ritgerð sína An Assessment of Unregulated Whale Watching Activities on Skjálfandi Bay, Iceland og klukkan 16 kynnir Vilma Inkeri Kuliala ritgerð sína Wilderness and Human Influence in the Hornstrandir Nature Reserve. Erindin fara fram á ensku.

Sara hefur áður kynnt efni ritgerðar sinnar í opnum fyrirlestri við Háskólasetrið fyrr í haust. Leiðbeinandi hennar er Brad Barr, stundakennari við Háskólasetur Vestfjarða og prófdómari Gísli Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.

Verkefni Vilmu Kuliala snýr að því að kanna hve vel Ib flokkun Alþjóðasamtaka um náttúruvernd (International Union for Cnsercation of Nature) um ósnortin svæði passar við Hornstrandafriðlandið. Í þessu augnarmiði kannaði Vilma viðhorf hagsmunaaðila til áhrifa sem mannleg starfsemi af ýmsu tagi hefur á upplifun fólks af svæðinu sem ósnortins víðernis. Frekari upplýsingar um rannsóknina má nálgast í úrdrætti á ensku hér að neðan.

Leiðbeinandi Vilmu er Brad Barr og prófdómari er Dr. Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði.

Úrdráttur
The Hornstrandir nature reserve in Westfjords, Iceland is planned to become a Wilderness reserve, an Ib category park as defined by the International Union for Conservation of Nature (IUCN). This study examined the appropriateness of the IUCN category for the reserve, by gathering stakeholder opinions on how much different human impact aspects present on the reserve affect their wilderness experience. The vast majority of the stakeholders considered wilderness experience easily achieved in Hornstrandir, despite the presence of old farmsteads and summer houses. However, concerns were raised over the presence of motorized vehicles, especially low flying aircraft, as well as the growing number of tourists. The introduction of the official IUCN categorization was considered by the stakeholders as an auspicious tool for enforcing control over potentially harmful human influences.

However, the presence of the farmsteads and summerhouses is somewhat in conflict with the category Ib definition. It is recommended that zoning is used, to exclude these most built-in areas from the category assignment. These areas can then be used for the necessary visitor infrastructure, such as campsites and ingress sites for providing instructions for "wilderness-friendly" visiting.

Frekari upplýsingar um meistaraprófskynningar sem framundan eru við Háskólasetrið.

Hópur ferðamanna nálgast gamla bæinn að Horni í friðlandinu á Hornströndum, en verkefni Vilmu Inkeri Kuliala fjallar einmitt um friðlandið. Ljósmynd: Ágúst Atlason.
Hópur ferðamanna nálgast gamla bæinn að Horni í friðlandinu á Hornströndum, en verkefni Vilmu Inkeri Kuliala fjallar einmitt um friðlandið. Ljósmynd: Ágúst Atlason.