Hópur nema fræðist um endurnýjanlega orkugjafa
Megin viðfangsefni nemendanna hér á Ísafirði verður verkefni um hitaveitu bæjarins. Orkubú Vestfjarða mun einkum aðstoða nemendurna en jafnframt hafa þeir hlýtt á fyrirlestra heimamanna. Dóra Hlín Gísladóttir efnaverkfræðingur fræddi þau um koltvísýring sem endurnýjanlegt eldsneytishráefni og Gunnar Páll Eydal ræddi möguleikann á sjálfbærum Vestfjörðum. Um helgina mun hópurinn svo fræðast um Gísla sögu og njóta leiðsagnar Þóris Arnar Guðmundssonar leiðsögumanns um slóðir sögunnar og einleiks Elfars Loga Hannessonar um Gísla.
Við komuna til Ísafjarðar vildi svo skemmtilega til að sendiherra Bandaríkjanna Carol van Voorst var stödd á Ísafirði. Hún hitti nemendurna í Háskólasetrinu og hlýddi með þeim á kynningarfyrirlestur Peter Weiss forstöðumanns um Vestfirði.
Í næstu viku mun hópurinn svo kynna niðurstöður verkefnavinnu sinnar, en kynningarfundurinn verður nánar auglýstur þegar nær dregur.