fimmtudagur 4. mars 2010

Hnífsdalur fyrir hundrað árum snjóflóðið mikla

Í Vísindaporti föstudaginn 5. mars kl. 12.10, mun Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir fjalla um þorpið í Hnífsdal fyrir hundrað árum og snjóflóðið mikla sem þar féll þann 18. febrúar árið 1910. Erindi svipaðs efnis hélt Sigríður upphaflega á samkomu sem kvenfélagið Hvöt í Hnífsdal stóð fyrir í Hnífsdalskapellu, þann 18. febrúar síðastliðinn, til minningar þá sem fórust í flóðinu.

Í erindinu mun Sigríður fjalla um samfélagið í Hnífsdal í upphafi 20. aldarinnar, ættarsamfélagið og atvinnuuppbyggingu um það leyti sem snjóflóðið mikla féll.

Þorp tók að myndast í Hnífsdal í lok 19. aldar og í byrjun 20. aldar var þar komin nokkur byggð og mikil atvinnustarfssemi í tengslum við búskap, árabátaútgerð og vélbátaútgerð sem var um þetta leyti að hefjast. Farið verður yfir þessa sögu í stuttu máli og einnig fjallað örlítið um snjóflóðið mikla sem.

Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir er fædd og uppalin í Hnífsdal og starfar sem verkefnisstjóri hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð á Ísafirði.

Þorpið í Hnfísdal og Skutulsfjörður á fallegum sumardegi í upphafi 21. aldar.
Þorpið í Hnfísdal og Skutulsfjörður á fallegum sumardegi í upphafi 21. aldar.