miðvikudagur 3. mars 2010

Hlutverkaleikur um landnotkun strandsvæða

Hlutverkaleikurinn leiddi í ljós margskonar krefjandi úrlausnarefni. Taka þurfti tillit til ólíkra sjónarmiða bæði bæjarins sjálfs og hagsmunaaðilanna sem höfðu í fram ólík sjónarmið hvað skipulagsmál á Gold Island varðar með tilliti til nýju byggðarinnar. Eins og við er að búast geta hagsmunaárekstrar í slíkri ákvörðunartöku verið umtalsverðir, en hér áttu í hlut nemendur á annarri önn meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun, svo umræðurnar fóru að mestu leyti fram kurteislega!