Hlutverk frjálsra félagasamtaka í umhverfisumræðu á alþjóðavettvangi - málþing í Háskólasetri
Háskólasetur Vestfjarða mun fimmtudaginn 15. janúar standa fyrir málþingi sem ber yfirskriftina NGO participation and influence in international environmental fora. Fjallað verður um hvaða hlutverk frjáls félagasamtök gegna í umhverfisumræðu á alþjóðavettvangi. Gestur málþingsins verður Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Árni hefur starfað að umhverfismálum í meira en tvo áratugi og verið formaður samtakanna frá stofnun þeirra árið 1997. Hann hefur einnig starfað með samtökum eins og World Wildlife Fund (WWF) og Greenpeace.
Málþingið fer fram á ensku og er það haldið í tengslum við það námskeiðið sem nú er verið að kenna í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun, Coastal and Marine Politics and Policy. Málþingið er opið öllum sem áhuga hafa og fer það fer fram í stofu 3 í Háskólasetri, kl 13 - 16.
Málþingið fer fram á ensku og er það haldið í tengslum við það námskeiðið sem nú er verið að kenna í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun, Coastal and Marine Politics and Policy. Málþingið er opið öllum sem áhuga hafa og fer það fer fram í stofu 3 í Háskólasetri, kl 13 - 16.