þriðjudagur 29. janúar 2013

Hjarðeldi þorsks á Vestfjörðum

Miðvikudaginn 30. janúar kynnir Graham Gaines, meistaranemi í haf- og strandsvæðastjórnun, lokaritgerð sína um hjarðeldis þorsks á Vestfjörðum en verkefnið ber titilinn Cod Ranching in the Westfjords: A Political, Social and Spatial Analysis. Kynningin fer fram á ensku í gegnum Skype netsíma og hefst klukkan 15.00 í stofu 1-2 í Háskólasetri Vestfjarða. Allir áhugasamir velkomnir.

Leiðbeinendur verkefnisins eru Björn Björnsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun og Gunnar Páll Eydal, umhverfisfræðingur og kennari við Haf- og strandsvæðastjórnun hjá Háskólasetri Vestfjarða. Prófdómari er Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.

Í verkefninu fæst Graham Gaines við tvær eftirfarandi rannsóknarspurningar: 1. Til hvaða löggjafa og opinberu stefna þarf að taka tillit til svo unt sé að gera hjarðeldi að hagkvæmri starfsemi? 2. Hvar á Vestfjörðum er hentugast að staðsetja hjarðeldi að teknu tilliti til félagslegra og efnahagslegra þátta? Nánari upplýsingar um verkefnið má sjá í úrdrætti á ensku hér að neðan.

Abstract
This research aims to identify the legal, political, and social contexts necessary for the successful implementation of cod ranching projects in the Westfjords of Iceland. With the technical components tested and economic viability shown, cod ranching has been slow to develop mainly due to social and political obstacles. One such obstacle concerns the allocation of a large area of a fjord to an exclusive user, which could potentially displace fishing effort. Interviews with government agency personnel, municipal representatives, and fishermen are conducted and analyzed to determine the necesssary measures to be taken for cod ranching to become recognized as a legal, socially responsible method of harvesting wild cod. Spatial and statistical analyses based on historical catch data is conducted to determine potential ranching sites which can restrict commercial fishing without causing significant fishing displacement. The results of this study will serve as a cornerstone in the overall feasibility analysis of cod ranching and will provide researchers, entrepreneurs, and community leaders with valuable information on whether to, how to, and where to attempt a cod ranching project.

Graham Gaines kynnir meistaraprófsverkefni sitt klukkan 15:00, miðvikudaginn 30. janúar.
Graham Gaines kynnir meistaraprófsverkefni sitt klukkan 15:00, miðvikudaginn 30. janúar.