fimmtudagur 11. október 2012

Heimspekifyrirlestur í Vísindaporti: Platon um menntun

Föstudaginn 12. október mun Róbert Jack, heimspekingur, segja frá hugmynd forn gríska heimspekingsins Platons um menntun.

Fjallað verður um í hverju menntun felst og hvað má gera til að mennta fólk. Meðal annars koma við sögu hin fræga hellislíking, þrjár manngerðir og samræðuaðferðin.

Róbert Jack vinnur nú að doktorsritgerð um Platon, en hann hefur skrifað tvær bækur um heimspeki, Hversdagsheimspeki (2006) og Heimspeki fyrir þig (ásamt Ármanni Halldórssyni, 2008). Róbert útskrifaðist með BA gráðu í heimspeki og þýsku frá Háskóla Íslands árið 1995, MA gráðu í heimspeki frá sama skóla árið 2005.

Vísindaport er öllum opið og það hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs.

Róbert Jack
Róbert Jack