miðvikudagur 3. febrúar 2010

Heimsókn frá HA

Daníel Freyr Jónsson, verkefnisstjóri prófa og fjarkennslu við Háskólann á Akureyrir, heimsótti Háskólasetur Vestfjarða í dag. Háskólasetrið og Háskólinn á Akureyri hafa átt í góðu samstarfi undanfarin ár, einkum hvað fjarnámið snertir en einnig í tengslum við meistaranámið í haf- og strandsvæðastjórnun.

Talsverður fjöldi námsmanna stunda nám sitt við Háskólann á Akureyri í gegnum fjarfundabúnað í Háskólasetrinu, þar á meðal er hópur hjúkrunarfræðinema auk kennaranema og viðskiptafræðinema svo það helsta sé nefnt.

Þótt samskipti, kennsla og önnur vinna á milli stofnanna tveggja fari að mestu fram með aðstöð Netsins og fjarfundabúnaðar er alltaf kærkomið að geta fundað í eigin persónu með samstarfsaðilunum. Við þökkum Daníel Frey því kærlega fyrir heimsóknina og gott samstarf undanfarin ár.

Martha Lilja M. Olsen kennslustjóri Háskólaseturs og Daníel Freyr Jónsson verkefnisstjóri prófa og fjarkennslu við HA.
Martha Lilja M. Olsen kennslustjóri Háskólaseturs og Daníel Freyr Jónsson verkefnisstjóri prófa og fjarkennslu við HA.