Heimsókn frá Eistlandi
Í dag heimsóttu nokkrir fulltrúar bæjaryfirvalda í bænum Valga í Eistlandi Háskólasetur Vestfjarða. Bærinn er nokkuð afskekktur og hefur þurft að glíma við fólksfækkun á síðustu árum, því má segja að ýmsar hliðstæður séu með Ísafjarðarbæ og Valga. Í hópnum voru þau Külliki Siilak, forseti bæjarstjórnar, Ivar Unt, bæjarstjóri, Alar Nääme, varabæjarstjóri og Ene Elango bæjarritari.
Peter Weiss forstöðumaður kynnti starfsemi Háskólaseturs fyrir hópnum og í framhaldi af því svöruðu starfsmenn Háskólseturs spurningum gestanna um setrið. Einnig heimsóttu Eistarnir aðrar stofnanir í Vestrahúsinu og hlýddu m.a. á kynningu um Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Fjórðungssambandið.
Peter Weiss forstöðumaður kynnti starfsemi Háskólaseturs fyrir hópnum og í framhaldi af því svöruðu starfsmenn Háskólseturs spurningum gestanna um setrið. Einnig heimsóttu Eistarnir aðrar stofnanir í Vestrahúsinu og hlýddu m.a. á kynningu um Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Fjórðungssambandið.