fimmtudagur 8. janúar 2009

„Hef lært jafn mikið og ég hef kennt“, segir dr. Gabriela Sabau gestakennari Háskólaseturs

Á heimasíðu Memorial University birtist þann 4. janúar síðastlinn viðtal við dr. Gabrielu Sabau sem kenndi námskeiðið Economics of Coastal and Marine Environments í desember síðastliðnum við Háskólasetur Vestfjarða. Í viðtalinu ræðir dr. Sabau meðal annars um vettvangsferð hennar og nemendanna í Hraðfrystihúsið Gunnvör og í Klofning á Suðureyri. Hún lætur vel að dvöl sinni við Háskólasetrið og segist meðal annars hafa lært jafn mikið og hún kenndi. Þá lýsir hún einnig vilja sínum um frekara samstarf á komandi árum.

Viðtalið má lesa í heild sinni hér.