mánudagur 14. júní 2010

Háskólinn í Manitoba í heimsókn

Íslenski vettvangsskólinn frá Háskólanum í Manitoba í Kanada heimsækir Háskólasetur Vestfjarða fjórða árið í röð þessa dagana. Hópurinn mun dvelja á Ísafirði við Háskólasetrið í tvær vikur og fræðast um íslenska tungu og menningu. Hápunktur dvalarinnar er svo þriggja daga dagskrá undir titlinum World Light - World Song sem er opin almenningi þar sem fléttað verður saman bókmenntum, tónlist og útivist. Dagskráin er opinn almenningi hefst sunnudaginn 20. júní með göngu úr Álftafirði yfir í Önundarfjörð um Álftafjarðarheiði. Mánudaginn 21. júní verður svo boðið upp á bókmenntamálþing í tónlistarsalnum Hömrum og á þriðjudeginum verður boðið upp á siglingu um Ísafjarðardjúp með viðkomu í Vigur.

Allar frekari upplýsingar um dagskránna má nálgast undir World Light - World Song hér á vefsíðunni.

Í tilefni heimsóknarinnar var kanadíska fánanum flaggað við Háskólasetrið.
Í tilefni heimsóknarinnar var kanadíska fánanum flaggað við Háskólasetrið.
1 af 2