miðvikudagur 13. maí 2009

Háskólinn á Akureyri: Kynning á fjarnámi

Á morgun, fimmtudaginn 14. maí kl.17:00, verður kynning á fjarnámi við Háskólann á Akureyri hér í Háskólasetri Vestfjarða.

Allir áhugasamir um fjarnám við Háskólann á Akureyri ættu ekki að láta þessa kynningu fram hjá sér fara, en hún er haldin í gegnum fjarfundarbúnað frá Háskólanum á Akureyri.