Háskóli unga fólksins 2008
Hver nemandi getur tekið allt að sex námskeið, svo að eitthvað nýtt og skemmtilegt er á stundatöflunni á hverjum degi. Í lok síðasta skóladagsins, föstudagsins 13. júní, verður haldin brautskráningarhátíð þar sem afrakstur skólastarfsins verður kynntur og brautskráningarskjal afhent.
Verð: kr. 12.000 fyrir sex námskeið. Einnig er hægt að taka stök námskeið og er þá kostnaðurinn kr. 2.500 fyrir hvert námskeið.
Boðið er upp á 30% systkinaafslátt.
Eftirfarandi námskeið verða í boði í ár:
* Dýrafræði/Þróunarvistfræði
* Félagsfræði
* Fiskeldisrannsóknir
* Frumkvöðlafræði
* Hugbúnaðarverkfræði
* Landslagshönnun
* Leiklistarfræði
* Læknisfræði
* Lögfræði
* Mannfræði
* Verkfræði
* Vísindavefurinn
Nánari námskeiðslýsingar verða settar inn næstu daga, en opnað verður fyrir skráningar þann 19. maí og verður opið fyrir skráningar til 3. júní.