fimmtudagur 12. júní 2008

Háskóli unga fólksins - útskrift

Þessa vikuna hefur ungt fólk á aldrinum 12-16 sótt hin ýmsu námskeið í Háskólasetri Vestfjarða.  Meðal námskeiðanna sem ungmennin sóttu eru verkfræði, dýrafræði, mannfræði og lögfræði.

Föstudaginn 13. júní kl.14 verða unglingarnir útskrifaðir úr Háskóla unga fólksins með formlegri útskrift þar sem forstöðumaður Háskólasetursins mun útskrifa þau með því að afhenda þeim prófskírteini og gjöf í tilefni dagsins.

Foreldrar og forráðamenn ungmennanna eru að sjálfsögðu velkomin og vonast er til að sem flestir sjái sér fært að mæta.