Háskólasetur býður fjarnema velkomna
Allir fjarnemar á Vestfjörðum eru boðnir velkomnir á opið hús í Háskólasetrinu miðvikudaginn 9. september.
Dagskráin hefst klukkan 18 með kynningu á þjónustu Háskólaseturs ásamt því að gengið verður um húsið og aðstaðan skoðuð.
Er það von okkar að sem flestir mæti og að þeir sem hafa verið fjarnemar undanfarin ár komi og deili reynslu sinni með þeim sem eru að hefja nám í haust.
Boðið verður upp á léttar veitingar og væri því mjög gott að hafa hugmynd um hversu margir ætla að mæta. Þátttakendum er bent á að hafa samband við Kristínu hjá Háskólasetri í gegnum netfangið kristin@uw.is eða í síma 450-3041.