fimmtudagur 4. október 2007

Háskólasetur Vestfjarða og Snerpa skrifa undir samstarfssamning

Tölvufyrirtækið Snerpa á Ísafirði hefur nú alfarið tekið að sér umsjón vefmála Háskólaseturs Vestfjarða. Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs, og Matthildur Helgadóttir, framkvæmdastjóri Snerpu, skrifuðu undir samning þar að lútandi nú í morgunn. Ágúst Atlason, margmiðlunarhönnuður hjá Snerpu, vinnur þessa dagana að hönnun nýrrar vefsíðu fyrir Háskólasetrið. Ákveðið var s.l. vor að fara út í algjöra endurskoðun á vefsíðu setursins þar sem nú fara í hönd miklar breytingar á starfseminni og því nauðsynlegt að endurhanna síðuna og laga hana að núverandi þörfum og varð vefumsjónarkerfið Snerpill fyrir valinu, en kerfið er hannað af Snerpumönnum og hefur reynst mjög vel.