Háskólasetrið tekur þátt í verkefni um ræktun sjávargróðurs
Háskólasetur Vestfjarða er þátttakandi í verkefninu SUSCULT – The Sustainable Culture of Seaweeds in the Nordic countries sem er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Verkefnið er til eins árs og hefur það að markmiði að rannsaka líffræðilega möguleika og lagalegann ramma ræktunar sjávargróðurs í atvinnuskyni. Verkefnið er leitt af Umhverfisstofnun Finnlands, með þátttakendum frá Noregi, Eistlandi, Danmörku og Svíþjóð, auk Háskólaseturs.
Ræktun sjávargróðurs er vaxandi hluti af sjávareldi í heiminum og eru markaðir fyrir slíkar vörur ört stækkandi um heim allan. Á Íslandi er ekki til staðar lagarammi um ræktun sjávargróðurs í atvinnuskyni, en vonir standa til að verkefnið verði til þess að auka þekkingu á þessum geira sjávareldis m.a. með því að draga lærdóma af stöðu hans í öðrum löndum.
Til að vinna að framgangi verkefnisins hefur Háskólasetrið tekið höndum saman við vestfirsku sprotafyrirtækin Djúpið og Eldey Aqua. Dr. Catherine Chambers, rannsóknastjóri Háskólasetur leiðir verkefnið en auk hennar taka þátt í því útskriftarneminn Justin Brown, stofnandi ráðgjafafyrirtækisins Overseas Environmental og Kerstin Franks, nemi í haf- og strandsvæðastjórnun og verður hún starfsnemi hjá Djúpinu. Hlutverk Kerstin verður að kanna lagalegann ramma atvinnugreinarinnar í öðrum lönd sem getur gagnast fyrirtækjum í sjávartengdri nýsköpun á borð við Djúpið. Sprotafyrirtækin Djúpið og Eldey Aqua munu einnig hafa umsjón með prufuraæktun í rannsóknartilgangi en hluti af SUSCULT verkefninu snýst um að rannsaka bestu aðferðir við rætkun.
Verkefninu lýkur árið 2021 og verða niðurstöður þess ákveðinn grunnur fyrir framtíðarrannsóknir á líffræðilegum og efnahagslegum þátt sen snúa að ræktun sjávargróðurs á Íslandi.