föstudagur 26. október 2018

Háskólasetrið og norðurslóðir

Háskólasetur Vestfjarða er staðset við jaðar Norðurskautsins, 66.0611° N, 23.1889°, það þarf því ekki að koma á óvart að málefni norðurslóða eru sameiginlegur þráður í báðum meistaranámsleiðum Háskólaseturs, Sjávarbyggðafræði og Haf- og strandsvæðastjórnun. Við Háskólann á Akureyri er í boði sérstök námsleið um málefni norðurslóða sem nefnist Heimskautaréttur og við Háskóla Íslands er starfrækt Rannsóknasetur um norðurslóðir. Háskólasetur Vestfjarða fæst líka við málefni norðurslóða í gegnum ýmis verkefni m.a. í tengslum við Norðurslóðaháskólann (University of the Arctic).

Síðastliðinn september skipulagði Catherine Chambers, fagstjóri meistaranámsins við Háskólasetrið, málstofu um sjávarútveg og sjávareldi á norðurslóðum á vísindaráðstefnu Norðurslóðaháskólans sem fram fór í Oulu í Finnlandi. Háskólasetrið er aðili að Norðurslóðaháskólanum sem er samstarfsnet háskólastofnanna, rannsóknarstofnanna og annarra stofnanna sem láta sig varða menntun og rannsóknir um norðurslóðir. Háskólasetrið leiðir einnig samstarfsnet Norðurslóðaháskólans um sjávarútveg og sjávareldi á norðurslóðum.

Um síðustu helgi tóku nemendur og starfsmenn Háskólaseturs svo þátt í Arctic Circle ráðstefnunni sem er stærsta ráðstefna um málefni norðurslóða sem haldin er. Þar komu saman yfir 2.000 fræðimenn, diplómtara og aðrir fulltrúar frá hinu opinbera og úr einkageiranum með það að markmið að deila nýjustu upplýsingum og rærdómum um norðurslóðir. Háskólasetrið býður upp á tvö samhliða námskeið á meistarastig þar sem þátttaka á Arctic Cirle er ofin inn í námskeiðin. Þetta er annarsvegar námskeiðið „Arctic Ocean Governance“ og hinsvegar námskeiðið „Communicationg Climate Change“ en í báðum námskeiðum vinna nemendur verkefni sem byggja á viðburðum sem þeir sækja á Arctic Circle.

Í ár voru nemendur svo heppnir að eiga sérstakan fund með stjórnarformanni Arctic Circle, Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrum forseta Íslands. Ólafur Ragnar, sem á rætur að rekja til Ísafjarðar, ræddi um hve mikilvægar litlar háskólastofnanir eins og Háskólasetrið geta verið á heimsvísu og hve mikilvægar rannsóknir þeirra og nám er fyrir sjálfbæra þróun haf- og strandsvæða á norðurslóðum og um allan heim. Nemendurnir áttu einnig fund með prófessor Stefan Rahmstorf sem er einn af leiðandi höfundum skýrslna Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna og meðal áhrifamestu loftslagsvísindamanna heimsins.


Meðal þátttakenda á UArctic ráðstefnunni í Oulu voru ýmsir sem tengjast Háskólasetrinu. Frá vinstri: Dr. Pat Maher, Cape Breton University kennari við Haf- og strandsvæðastjórnun; Dr. Barry Costa-Pierce, University of New England, prófdómari meistaraverkefna við Háskólasetur; Ögmundur Knútsson, HA, meðlimur í meistaranámsnefnd; Gunnar Már Gunnarsson, verkefnisstjóri Rannsóknamiðstöðvar HA; Catherine Chambers, fagstjóri meistaranáms við Háskólasetrið; og dr. Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri.
Meðal þátttakenda á UArctic ráðstefnunni í Oulu voru ýmsir sem tengjast Háskólasetrinu. Frá vinstri: Dr. Pat Maher, Cape Breton University kennari við Haf- og strandsvæðastjórnun; Dr. Barry Costa-Pierce, University of New England, prófdómari meistaraverkefna við Háskólasetur; Ögmundur Knútsson, HA, meðlimur í meistaranámsnefnd; Gunnar Már Gunnarsson, verkefnisstjóri Rannsóknamiðstöðvar HA; Catherine Chambers, fagstjóri meistaranáms við Háskólasetrið; og dr. Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri.