Háskólasetrið er að leita að gestgjöfum
Viltu hýsa skiptinema í sumar? Háskólasetur Vestfjarða leitar að fjölskyldum sem vilja opna heimili sín fyrir háskólanemum frá Bandaríkjunum sem koma í vettvangsnám til Ísafjarðar tímabilið 18.júní - 2.júlí 2018.
Góð reynsla er af móttöku slíkra nema á Ísafirði og nágrenni en frá árinu 2012 hefur Háskólasetrið haft milligöngu um heimagistingu fyrir hópa á vegum SIT skólans, School for International Training (SIT) í Vermont í Bandaríkjunum.
Nemendahópurinn mun sitja námskeið um endurnýjanlegra orku og umhverfishagfræði sem nefnist Iceland: Renewable Energy, Technology, and Resource Economics.
Markmiðið með heimagistingu er að gefa ungmennunum tækifæri til taka þátt í lífi fjölskyldu og kynnast þannig íslenskri menningu og tungu. Nemandi þarf að fá sitt herbergi, morgunmat og kvöldmat virka daga, en allar máltíðir um helgar. Virka daga er kennsla í Háskólasetrinu, um helgar er yfirleitt frí. Nemendurnir hafa í gegnum tíðina gist hjá fjölskyldum ýmist á Ísafirði, á Flateyri, í Hnífsdal, eða í Bolungarvík.
Við hvetjum áhugasama til að hafa samband við Astrid Fehling, verkefnastjóra hjá Háskólasetrinu í síma 456 3043 / 696 2178 eða astrid@uw.is eða facebook "SIT gestgjafar sumar 2018".