Háskólasetrið býður í bíó: The Ice People
[mynd 1 h]Háskólasetur Vestfjarða býður nærsamfélaginu á heimildarmyndina Ice People. Myndin verður sýnd í Ísafjarðarbíói miðvikudaginn 25. september kl. 20. Leikstjóri myndarinnar Anne Aghion verður viðstödd og svarar spurningum að lokinn sýningu.
Heimildarmyndin Ice People (2009) fjallar um vísindamenn sem starfa á Suðurskautslandinu. Anne Aghion er margverðlaunuð fyrir verk sín, hlaut m.a. Emmy-verðlaunin árið 2005 eina af heimildarmyndum sínum. Það er fengur fyrir Vestfirðinga að fá þessa merku kvikmyndagerðarkonu í fjórðunginn, en Anne Aghion er afar áhugasöm um svæðið og mun ferðast um sunnanverða og norðanverða Vestfirði næstu daga.
Anne Aghion er stödd hér á landi á vegum Háskóla Íslands, einkum Guðna Elíssonar forseta Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands, en koma Aghion er tengd námskeiði hans Heimildamyndir (KVIK106G). Hún mun einnig sýna mynd sína My Neighbour, My Killer (2009) í húsakynnum Háskóla Íslands í Reykjavík.
Eins og fram kom hefst sýning myndarinnar kl. 20, miðvikudaginn 25. september í Ísafjarðarbíói. Allir eru velkomnir á meðan pláss leyfir.
Heimildarmyndin Ice People (2009) fjallar um vísindamenn sem starfa á Suðurskautslandinu. Anne Aghion er margverðlaunuð fyrir verk sín, hlaut m.a. Emmy-verðlaunin árið 2005 eina af heimildarmyndum sínum. Það er fengur fyrir Vestfirðinga að fá þessa merku kvikmyndagerðarkonu í fjórðunginn, en Anne Aghion er afar áhugasöm um svæðið og mun ferðast um sunnanverða og norðanverða Vestfirði næstu daga.
Anne Aghion er stödd hér á landi á vegum Háskóla Íslands, einkum Guðna Elíssonar forseta Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands, en koma Aghion er tengd námskeiði hans Heimildamyndir (KVIK106G). Hún mun einnig sýna mynd sína My Neighbour, My Killer (2009) í húsakynnum Háskóla Íslands í Reykjavík.
Eins og fram kom hefst sýning myndarinnar kl. 20, miðvikudaginn 25. september í Ísafjarðarbíói. Allir eru velkomnir á meðan pláss leyfir.