Háskólahátíð og útskrift 17. júní
Í vikunni ber það helst til tíðinda að Háskólasetur Vestfjarða heldur sérstaka Háskólahátíð þann 17. júní næstkomandi í tilefni útskriftar meistaranema í haf- og strandsvæðastjórnun. Hátíðleg athöfn í tilefni útskriftarinnar fer fram á Hrafnseyri kl. 11:00 en að öðru leyti er dagskráin á Hrafnseyri í tilefni 17. júní mjög fjölbreytt. Um kvöldið verður óformleg samkoma námsmanna, kennara og starfsmanna, bæði núverandi og fyrrverandi, sem og aðstandenda, vina og stofnaðila. Háskólahátíðin er kjörið tækifæri til að rækta tengslin við Háskólasetrið og vonumst við til að sjá sem flest ykkar.
Ókeypis er í rútu. Tilgreinið hvort þið ætlið að taka rútu frá Háskólasetri, Skeiði (Bónus), Önundarfirði eða Þingeyri (bensínstöð). Brottför frá Háskólasetri ekki seinna en 09:30. Mæting upp úr 09:00.
Grillkvöld: Matur og óáfengir drykkir seldir á kostnaðarverði. ATH.: greiðist með reiðufé
Gestir/Makar velkomnir á grillkvöld. Látið gjarnan vita hvað þið eruð margir.
Vinsamlegast hafið samband við reception@uwestfjords.is eða í síma 450 3040 til að skrá ykkur í rútu og mat.
Ókeypis er í rútu. Tilgreinið hvort þið ætlið að taka rútu frá Háskólasetri, Skeiði (Bónus), Önundarfirði eða Þingeyri (bensínstöð). Brottför frá Háskólasetri ekki seinna en 09:30. Mæting upp úr 09:00.
Grillkvöld: Matur og óáfengir drykkir seldir á kostnaðarverði. ATH.: greiðist með reiðufé
Gestir/Makar velkomnir á grillkvöld. Látið gjarnan vita hvað þið eruð margir.
Vinsamlegast hafið samband við reception@uwestfjords.is eða í síma 450 3040 til að skrá ykkur í rútu og mat.
Dagskrá á Hrafnseyri
Halldór Halldórsson, stjórnarformaður Háskólaseturs Vestfjarða
Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri
Helga Margrét Marzellíusardóttir, sópran, og Sigríður Ragnardóttir, píanó
Hjá lygnri móðu. Lag: Jón Ásgeirsson, Ljóð: Halldór Laxness
Marc Miller, prófessor og Gabríela Sabaú prófessor, f.h. kennara
Alan Deverell, fulltrúi nemenda
Helga Margrét Marzellíusardóttir, söngur, og Sigríður Ragnardóttir, píanó
Vertu: Lag: Gunnsteinn Ólafsson, Ljóð: Valgerður Benediktsdóttir
Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða
Fjöldasöngur: Sigling (Hafið bláa hafið)