föstudagur 21. júní 2019

Háskólahátíð á Hrafnseyri

Háskólahátíð Háskólaseturs Vestfjarða fór að vanda fram á Hrafnseyri síðastliðinn mánudag á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Tuttugu og tveir nemendur brautskráðust úr meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun, auk eins nemanda úr Sjávartengdri nýsköpun.

Tíu nemendur voru viðstaddir athöfnina en margir þeirra eru búsettir erlendis eða annarsstaðar á landinu. Nemendurnir koma víða að frá Íslandi, Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Hollandi, Spáni, Svíþjóð, Þýskalandi og Hong Kong.

Blíðskaparveður var á Hrafnseyri þennan fallega dag og fór athöfnin því fram undir berum himni í bæjarbrekkunni.

Við óskum útskriftarnemunum innilega til hamingju með áfangann! 


Fagnað með tilþrifum!
Fagnað með tilþrifum!