Háskólahátíð á Hrafnseyri 17. júní
Í gær, á þjóðhátíðardaginn 17. júní, hélt Háskólasetur Vestfjarða Háskólahátíð á Hrafnseyri. Þetta er í þriðja sinn sem Háskólasetrið heldur slíka hátíð til að fagna útskrift meistaranema í haf- og strandsvæðastjórnun. Í ár varð sú ánægulega nýbreytni að hópur fjarnema frá Háskólanum á Akureyri fögnuðu einnig á Hrafnseyri en þar á meðal voru nýbakaðir viðskiptafræðingar, kennarar og hjúkrunarfræðingar. Formlega útskrifuðustu meistaranemarnir og fjarnemarnir frá Háskólanum á Akureyri þann 9. júní síðastliðinn en Stefán B. Sigursson rektor HA afhenti öllum útskrifarnemenum prófskírteinin á Hrafnseyri í gær. Fleiri tímamótum var fagnað í gær því einnig tók þátt í athöfninni hópur hjúkrunarfræðinga sem útskrifaðist frá HA fyrir tíu árum og færði Háskólasetrinu af því tilefni veglega bókagjöf.
Yfir eitt hundrað manns tóku þátt í hátíðinni að þessu sinni og hefur kapellan á Hrafnseyri aldrei verið jafn þétt setin af þessu tilefni enda hópur útskriftarnema umtalsvert stærri en undanfarin ár þegar fjarnemar bættust í hópinn. Alls útskrifuðust fjórtán nemendur úr meistaranáminu og ellefu fjarnemar.
Guðmundur Hálfdanarson, Jóns Sigurðssonar prófessor við Háskóla Íslands, stýrði athöfninni og ávörp fluttu Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri, Peter Weiss forstöðumaður Háskólaseturs, Marc L. Miller prófessor, fyrir hönd kennara í meistaranámi, Deborah Davies, Lauma Gulbe og Alex Elliott fyrir hönd meistaranema, Anna Sigríður Jörundsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir fyrir hönd fjarnema og Jóhanna Oddsdóttir fyrir hönd hjúkrunarfræðinga sem héldu upp á 10 ára útskriftarafmæli. Tónlistarflutningur var í höndum Hönnu Láru Jóhannsdóttur, flautuleikara og Beáta Joó, póanóleikara.
Yfir eitt hundrað manns tóku þátt í hátíðinni að þessu sinni og hefur kapellan á Hrafnseyri aldrei verið jafn þétt setin af þessu tilefni enda hópur útskriftarnema umtalsvert stærri en undanfarin ár þegar fjarnemar bættust í hópinn. Alls útskrifuðust fjórtán nemendur úr meistaranáminu og ellefu fjarnemar.
Guðmundur Hálfdanarson, Jóns Sigurðssonar prófessor við Háskóla Íslands, stýrði athöfninni og ávörp fluttu Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri, Peter Weiss forstöðumaður Háskólaseturs, Marc L. Miller prófessor, fyrir hönd kennara í meistaranámi, Deborah Davies, Lauma Gulbe og Alex Elliott fyrir hönd meistaranema, Anna Sigríður Jörundsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir fyrir hönd fjarnema og Jóhanna Oddsdóttir fyrir hönd hjúkrunarfræðinga sem héldu upp á 10 ára útskriftarafmæli. Tónlistarflutningur var í höndum Hönnu Láru Jóhannsdóttur, flautuleikara og Beáta Joó, póanóleikara.