miðvikudagur 7. mars 2018

Háskóladagurinn í MÍ

Háskóladagurinn fer fram í Menntaskólanum á Ísafirði á morgun fimmtudag á milli klukkan 11:00 og 12:30. Þar munu allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt sem telur yfir 500 námsleiðir. Háskólasetur Vestfjarða tekur þátt í deginum og kynnir starfsemi sína bæði þjónustu við fjarnema og námsleiðir Háskólasetursins á meistarastigi.

Háskóladagurinn er kjörið tækifæri til að kynna sér háskólanám fyrir alla sem eru að velta fyrir sér háskólanámi bæði menntaskólanema og aðra.

Hvetjum alla sem hafa áhuga á grunnnámi og framhaldsnámi á háskólastigi til að líta við í Menntaskólanum á Ísafirði.

Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta á morgun get að sjálfsögðu hvenær sem er komið í Háskólasetrið og fengið upplýsingar um háskólanám og þá þjónustu sem Háskólasetrið veitir.


Háskóladagurinn fer fram í Menntaskólanum á Ísafirði á morgun fimmtudaginn 8. mars kl. 11:00-12:30.
Háskóladagurinn fer fram í Menntaskólanum á Ísafirði á morgun fimmtudaginn 8. mars kl. 11:00-12:30.