Hagnýting siglingaleiðarinnar um Norðurheimskaut
Erindi Vísindaports næstkomandi föstudag 11. mars verður flutt af Dr. Miaoija Liu og ber nafnið "Commercial use of the Arctic Shipping Route", eða „Hagnýting siglingaleiðarinnar um Norðurheimskaut". Málefni sem er mjög á döfinni þessi misserin. Reynt verður eftir föngum að tengja efni fyrirlestrarins legu landsins, sem og tækifærum og ógnum Íslands og nágrannalanda.
Dr. Miaoija Liu kennir nú námskeiðið Maritime Transport og hefur víðtæka reynslu og þekkingu á sviði flutninga um haf. Hún lauk doktorsgráðu í flutningum á hafi frá Kobe háskólanum í Japan árið 2006 og hefur síðustu ár gegnt fastri kennarastöðu við Erasmus háskólann í Rotterdam í Hollandi. Þar áður gegndi rannsóknarstöðu við Syddansk háskóla í Danmörku. Nýverið réði hún sig til starfa sem yfirmaður fræðslu- og kennslumála hjá BIMCO (Baltic and International Maritime Council) í Kaupmannahöfn og mun hefja störf þar í maí næstkomandi.
Dr. Miaoija Liu kennir nú námskeiðið Maritime Transport og hefur víðtæka reynslu og þekkingu á sviði flutninga um haf. Hún lauk doktorsgráðu í flutningum á hafi frá Kobe háskólanum í Japan árið 2006 og hefur síðustu ár gegnt fastri kennarastöðu við Erasmus háskólann í Rotterdam í Hollandi. Þar áður gegndi rannsóknarstöðu við Syddansk háskóla í Danmörku. Nýverið réði hún sig til starfa sem yfirmaður fræðslu- og kennslumála hjá BIMCO (Baltic and International Maritime Council) í Kaupmannahöfn og mun hefja störf þar í maí næstkomandi.