Haftengt nám á Íslandi
Fyrr í vikunni kom út Greining Sjávarklasans á haftengdu námi. Í greiningunni er fjallað um báðar meistaranámsbrautir Háskólaseturs Vestfjarða, Haf- og strandsvæðastjórnun og Sjávartengda nýsköpun. Ánægjulegt er að sjá að haftengt nám er í mikilli uppsveiflu á Íslandi en 12% fjölgun er á milli ára í tíu mismunandi haftengdum námsbrautum. Sé litið til þeirrar tölfræði sem birtist í greiningunni má sjá að hlutur Háskólaseturs Vestfjarða er umtalsverður þegar kemur að fjölda nemenda í haftengdu námi.
Greining Sjávarklasans á haftengdu námi sýnir aukinn áhuga nemenda á námi sem tengist á einn eða annan hátt hafinu og undirstrikar jafnframt þörfina fyrir fjölbreytt nám af þessu tagi fyrir atvinnugreinina.
Greining Sjávarklasans á haftengdu námi sýnir aukinn áhuga nemenda á námi sem tengist á einn eða annan hátt hafinu og undirstrikar jafnframt þörfina fyrir fjölbreytt nám af þessu tagi fyrir atvinnugreinina.