föstudagur 26. ágúst 2011

Hafró heldur fund og málþing um þorskeldismál í Háskólasetrinu

Dagana 30.-31. ágúst stendur Hafrannsóknastofnunin fyrir fundi og málþingi um þorskeldismál í Háskólasetri Vestfjarða. Þriðjudaginn 30. ágúst fer fram fundur vísindamanna og aðila í greininni en miðvikudaginn 31. ágúst fer fram opið málþing um strandsvæðastjórnun og leyfisveitingar til fiskeldis.

Málþingið hefst klukkan 13:00 og skiptist í tvær málstofur. Í málstofu um strandsvæðastjórnun fjallar Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga, um sýn sveitarfélaga varðandi strandsvæðastjórnun; Dagný Arnarsdóttir, fagstjóri við Háskólasetur Vestfjarða, fjallar um hvaða gagn meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun gerir og Gunnar Páll Eydal, Teiknistofunni Eik, fjallar um nýtingaráætlun strandsvæða í Arnarfirði sem nú er unnið að á vegum Fjórðungssambandsins, Teiknistofunnar Eikar og Háskólaseturs Vestfjarða. Síðari málstofan fjallar um þekkingaryfirfærslu og leyfisveitnigar til fiskeldis. Þar mun Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs, fjalla um yfirfærslu þekkingar frá meistaranámi Háskólasetursins; Hallgrímur Kjartansson, Álfsfelli ehf, fjallar um reynslu fyrirtækisins af leyfisveitingum og Guðbergur Rúnarsson, Landssambandi fiskeldisstöðva, fjallar um leyfisveitingar og skipulagsmál fiskeldis í Noregi. Fundarstjóri er Erla Bryndís Kristjánsdóttir, Teiknistofunni Eik.

Málþingið er opin öllum og ekki þarf að skrá sig sérstaklega á hana. Dagskrá má nálgast hér.

Nánari upplýsingar veitir Valdimar Ingi Gunnarsson (valdimar@sjavarutvegur.is)

Á málþinginu verður m.a. fjallað um þekkingaryfirfærslu meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun. Á meðfylgjandi mynd má sjá gerfirif sem sökkt er í sjóinn undir fiskeldiskví með það að markmiði að draga úr mengun vegna uppsöfnunar fóðurleifa á sjávarbotni. Þessi rannsókn er liður í meistaraprófsverkefni Döfnu Israel nemanda í haf- og strandsvæðastjórnun.
Á málþinginu verður m.a. fjallað um þekkingaryfirfærslu meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun. Á meðfylgjandi mynd má sjá gerfirif sem sökkt er í sjóinn undir fiskeldiskví með það að markmiði að draga úr mengun vegna uppsöfnunar fóðurleifa á sjávarbotni. Þessi rannsókn er liður í meistaraprófsverkefni Döfnu Israel nemanda í haf- og strandsvæðastjórnun.