fimmtudagur 27. nóvember 2014

Hafís í norðurhöfum

Í síðasta Vísindaporti ársins 2014, föstudaginn 28. nóvember mun Angelika Renner, núverandi kennari við Haf- og standsvæðastjórnun, flytja erindi um hafís og samdrátt  hafíss í norðurhöfum.

 

Undanfarin 30 ár hefur dregið  úr hafís í norðurhöfum á áður óþekktum hraða. Hægt hefur verið að fylgjst með umfang íssins í gegnum pan-Arctic gervihnöttinn og hefur samdráttur hans verið mjög sýnilegur. Í erindinu mun Angelika fjalla um eiginleika hafíss og þykkt hafíss, ásamt því að sýna niðurstöður úr mælingum á hafís á heimskautasvæðinu. Þar sem þykkt hafíss gefur vísbendingar um varmayfirfærslu í gegnum ísinn  mun hún einnig skoða hvaða áhrif bráðnun íss hefur á hitastig.

 

Angelika Renner er með doktorspróf í haffræði frá School of Environmental Sciences, UEA, Norwich, UK og British Antarctic Survey, Cambridge, UK.

Vísindaport er öllum opið og hefst klukkan 12:10 í kaffistofu háskólaseturs. Erindið verður flutt á ensku.