mánudagur 3. mars 2008

HÁSKÓLADAGURINN Á ÍSAFIRÐI

HÁSKÓLADAGURINN Á ÍSAFIRÐI

5. MARS 2008

 

MÍ KL. 11 - 13

HSVEST KL. 14:30-16:30

 

Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt.

 

Miðvikudaginn 5. mars kynna háskólar landsins námsframboð sitt fyrir næsta skólaár á Ísafirði. Kynningin fer fram í MÍ kl. 11-13 og Háskólasetrinu kl. 14:30-16:30. Á staðnum verða Háskóli Íslands og Kennaraháskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum, Háskólinn í Reykjavík, Landbúnaðarháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands.

Gott tækifæri gefst þarna fyrir áhugasama til að skoða yfir 500 mismunandi námsleiðir sem háskólarnir bjóða upp á. Allir eru velkomnir.