föstudagur 10. febrúar 2012

Greining á veikleikum strandsvæða á Vestfjörðum

Mánudaginn 13. febrúar kl. 16.00 mun William Davies flytja meistaraprófsfyrirlestur um ritgerð sína Applying Coastal Vulnerability Index (CVI) to the Westfjords, Iceland: a preliminary assessment. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er opinn öllum áhugasömum.

Verkefni William Davies snýst um að innleiða svokallaðan veikleikavísi fyrir strandsvæði (Coastal Vulnerability Index) á Vestfjörðum. Slíkur vísir er gagnleg leið til að greina svæði á strandlengjunni sem eru viðkæm þegar kemur að áhrifum loftslagsbreytinga svo sem hækkandi sjávarboðs, landbrots og veðurofsa. Í rannsókn sinni hefur William Davies sett fram bráðabyrgðamat fyrir Vestfirði sem byggir á aðlögun veikleikavísis fyrir strandsvæði sem hefur verið notaður í KwaZulu-Natal héraði í Suður Afríku. Rannsóknin byggir á mælingum meðfram strandlengju Vestfjarða og mati á sérstökum aðstæðum á Vestfjörðum svo sem snjóflóðahættu. Í rannsókninni er lagt mat á sérstaklega viðkæm svæði á strandlengju Vestfjarða með tilliti til hækkandi sjávarborðs, landbrots og óveðra. Í framhaldinu er svo lagt mat á félagsleg, efnahagsleg og vistfræðileg áhrif á þessum svæðum. Sjá nánari upplýsingar í úrdrætti á ensku.

Leiðbeinandi verkefnisins er Dr. Mike Philips, prófessor við Swansea Metropolitan háskólann í Wales og kennari við Háskólasetur Vestfjarða. Prófdómari er Dr. Patricia Manuel, dósent við Dalhousie háskólann í Kanada og kennari við Háskólasetur Vestfjarða.

 


William Davies kynnir lokaverkefni sitt á mánudaginn kl. 16:00.
William Davies kynnir lokaverkefni sitt á mánudaginn kl. 16:00.