Græna hagkerfið
Í Vísindaporti föstudaginn 11. nóvember mun Arna Lára Jónsdóttir fjalla um eflingu græns hagkerfis á Íslandi, en Arna Lára sat í nefnd á vegum alþingis sem skilaði af sér skýrslu um málið í september sl.
Ísland getur skipað sér í fremstu röð á alþjóðavettvangi, sem grænt hagkerfi, með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni. Það er framtíðarsýn nefndar Alþingis um eflingu græna hagkerfisins. Nefndin lagði fram átta almenn stefnumið og 48 aðgerðir til eflingar græna hagkerfisins.
Um 20% mannkyns taka til sín 80% af orku og auðæfum heims og losa lungann af þeim gróðurhúsalofttegundum sem leystar eru í andrúmsloftið af mannavöldum. Ef allir jarðarbúar leyfðu sér orkueyðslu Vesturlandabúa, að óbreyttu tæknistigi, væri framtíð mannkyns stefnt í voða. Það er stærsta og líklega mikilvægasta verkefni mannkyns á þessari öld að móta efnahags- og atvinnustefnu sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og nýtir orku á sjálfbæran hátt. Ísland getur verið í fararbroddi á alþjóðavettvangi í þróun til græns hagkerfis en forsenda þess er að landsmenn og atvinnufyrirtækin í landinu taki til rækilegrar endurskoðunar neysluvenjur, framleiðsluferla og forgangsröðun í atvinnumálum.
Arna Lára er verkefnastjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Hún útskrifaðist með BA próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2000. Að auki hefur hún lagt stund á meistaranám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Vísindaportið sem er öllum opið er haldið í kaffistofu Háskólasetursins og hefst klukkan 12:10.
Ísland getur skipað sér í fremstu röð á alþjóðavettvangi, sem grænt hagkerfi, með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni. Það er framtíðarsýn nefndar Alþingis um eflingu græna hagkerfisins. Nefndin lagði fram átta almenn stefnumið og 48 aðgerðir til eflingar græna hagkerfisins.
Um 20% mannkyns taka til sín 80% af orku og auðæfum heims og losa lungann af þeim gróðurhúsalofttegundum sem leystar eru í andrúmsloftið af mannavöldum. Ef allir jarðarbúar leyfðu sér orkueyðslu Vesturlandabúa, að óbreyttu tæknistigi, væri framtíð mannkyns stefnt í voða. Það er stærsta og líklega mikilvægasta verkefni mannkyns á þessari öld að móta efnahags- og atvinnustefnu sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og nýtir orku á sjálfbæran hátt. Ísland getur verið í fararbroddi á alþjóðavettvangi í þróun til græns hagkerfis en forsenda þess er að landsmenn og atvinnufyrirtækin í landinu taki til rækilegrar endurskoðunar neysluvenjur, framleiðsluferla og forgangsröðun í atvinnumálum.
Arna Lára er verkefnastjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Hún útskrifaðist með BA próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2000. Að auki hefur hún lagt stund á meistaranám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Vísindaportið sem er öllum opið er haldið í kaffistofu Háskólasetursins og hefst klukkan 12:10.