Gönguferð á íslensku
Í framhaldi af viðurkenningunni sem Háskólasetur fékk í gær er rétt að minna á gönguferðina á sunnudag, sem er liður í átakinu Íslenskuvænt samfélag - Við erum öll Almannakennarar. Í samstarfi við Ferðafélag Ísfirðinga verður farið í göngu í Önundarfirði og verður passað upp á það að íslenskan fái veglegt hlutverk þar, með það í huga að þau sem eru að læra hana geti fylgst með.
Gönguferðinni var frestað í síðustu viku vegna slæmrar veðurspár en nú á sunnudag, 2. október, viðrar vel til göngu.
Dagskrá:
Brottför frá Nettó kl. 10:00 og Bónus kl. 10:10, þau sem vantar bílfar skrá sig gegnum: reception@uw.is
Gengið að Kálfseyri og um Flateyri, upplestur, söngur, endað í súpu á Selabóli (heimahús).
Lengd u.þ.b. 4 klukkutímar.