Fyrstu staðarlotunni lokið
Um helgina fór fram fyrsta staðarlota haustsins í frumgreinanámi við Háskólann í Reykjavík sem Háskólasetur Vestfjarða hefur umsjón með. Háskólasetrið sér alfarið um kennslu fjarnema á fyrstu önn námsins líkt og undanfarin ár. Mikilvægur liður í fjarnáminu eru tvær staðarlotur sem fram fara á Ísafirði á hverri önn. Nemendafjöldi frumgreinanámsins hefur tvöfaldast frá síðasta ári og í haust hófu 70 nemendur nám. Þar af komu ríflega þrjáti nemendur vestur á Ísafjörð um helgina, sóttu tíma og kynntust kennurum sínum og samnemendum.
Næsta staðarlota fer fram í október og eftir áramót taka kennarar Háskólasetursins við öðrum hópi á fyrstu önn sem vonandi verður jafn stór og hópurinn sem hóf skólagöngu um helgina.
Næsta staðarlota fer fram í október og eftir áramót taka kennarar Háskólasetursins við öðrum hópi á fyrstu önn sem vonandi verður jafn stór og hópurinn sem hóf skólagöngu um helgina.