þriðjudagur 17. maí 2011

Fyrsti vettvangsskóli sumarsins AIRE

Hópurinn heimsótti meðal annars Mjólkárvirkjun í Arnarfirði.
Hópurinn heimsótti meðal annars Mjólkárvirkjun í Arnarfirði.
Á Vestfjörðum heimsótti hópurinn Orkubú Vestfjarða, Menntaskólann á Ísafirði, „Kúluhúsið", Mjólkárvirkjun og gömlu smiðjuna á Þingeyri. Afþreying og menning var líka hluti af dagskránni og var m.a. farið á slóðir Gísla sögu og boðið upp á sýningu á einleik Elfars Loga Hannessonar upp úr sögunni.

Ferðin var í alla staði vel heppnuð og skólastjórnendur í hópnum sýndu því áhuga að senda nemendur í starfsmenntun á Vestfjörðum í framtíðinni.