miðvikudagur 1. september 2010

Fyrsta námskeið haustannar hafið

Í vikunni hófst fyrsta námskeið haustannar í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetrur Vestfjarða. Námskeiðið ber heitið Integrated Coastal and Marine Managment og er grunnnámskeið í samþættri haf- og strandsvæðastjórnun. Í námskeiðnu er fjallað um helstu hugtök og aðferðir samþættrar haf- og strandsvæðastjórnun og saga og þróun hennar í heiminum skoðuð.

Kennari námskeiðsins er Rodrigo Menafra en þetta er þriðja árið sem hann hefur umsjón með þessu námskeiði. Rodrigo er sérfræðingur í samþættri stjórnun haf- og strandsvæða, hann hefur m.a. komið að uppbyggingu og kennslu meistaranáms á þessu sviði í heimalandi sínu Úrugvæ. Hann er nú búsettur í Kanada og starfar sem samræmingaraðili á sviði verndunar hafsvæða hjá Canadian Parks and Wilderness Society.

Rodrigo Menafra kennir námskeiðið Integrated Coastal and Marine Managment en þetta er þriðja árið í röð sem hann kemur til Ísafjarðar til að kenna þetta námskeið.
Rodrigo Menafra kennir námskeiðið Integrated Coastal and Marine Managment en þetta er þriðja árið í röð sem hann kemur til Ísafjarðar til að kenna þetta námskeið.