Fyrirlestur um strandsvæðastjórnun í kvöld miðvikudag
Fyrirlestur miðvikudaginn 5. desember kl. 20:00 í Háskólasetri.
Sigríður G. Ólafsdóttir : Strandsvæði Skerjafjarðarins - við jaðarinn á eilífðinni
Fyrirlesturinn byggir á lokaritgerð Sigríðar, en þar skoðar hún nýtingu og stjórnun strandsvæða Skerjafjarðarins út frá hugmyndfræði um „samþætta stjórnun strandsvæða" (SSS). Rannsóknarspurningin er sú hvort strandsvæði Skerjafjarðarins séu nýtt á sjálfbæran hátt og ef svo er ekki hvort þau þurfi nýrra stjórnunarhátta við? Verkefnið er mjög viðamikið þar sem fjallað er um náttúru, nýtingu, lög, stofnanir í ábyrgð og nýtingaráætlanir varðandi svæðið. Enn fremur eru settar fram niðurstöður um virði svæðisins og samvinnu við hagsmunaaðila út frá viðtölum við skipulagsstjóra/fulltrúa.
Sigríður G. Ólafsdóttir er að ljúka meistaranámi í umhverfisfræði við Háskóla Íslands. Jafnframt kennir hún umhverfisfræði og jarðfræði við Menntaskólann við Sund. Hún hefur unnið sem veðurfréttamaður, flugfreyja og menntaskólakennari og hefur því nokkuð breiðan bakgrunn. Fyrirlesturinn er hluti af sameiginlegri fyrirlestraröð Háskólaseturs og Vestfjarða akademíunnar og er opinn öllum.