Fyrirlestur um ósnortin hafsvæði
Í hádeginu á föstudaginn 21. ágúst mun Brad Barr, kennari í meistaranámi í haf- og strandsvæðastjórnun, halda fyrirlestur um yfirstandandi rannsóknir sínar við Háskólann í Alaska um notkun hugtaksins „ósnortin víðerni" (e. wilderness) í samhengi við hafsvæði. Meðal efnis í fyrirlestrinum verður eftirfarandi:
- Hvað eru ósnortin hafsvæði?
- Hvernig eru ósnortin víðerni varðveitt í kringum hnöttinn, og hve mikið hefur verið varðveitt í hafinu?
- Hvernig er hægt að hafa umsjón með ósnortnum hafsvæðum.
- Notkun á ósnortnum víðernum til varðveislu menningararfleifðar frumbyggja
- Framtíð ósnortinna hafsvæða
Fyrirlesturinn fer fram í kaffisal Háskólaseturs og hefst kl. 12.10. Hann fer fram á ensku og er um 45 mínútna langur. Allir velkomnir.